KA í toppsætið yfir jólin

Einn leikur fór fram í Mizunodeild karla í gær en HK og KA mættust þá að öðru sinni í toppslag deildarinnar. KA menn sigruðu fyrstu hrinu en HK jafnaði metinn með sigri í annarri hrinu.

KA sigraði svo tvær síðustu hrinurnar og viðureignina þar af leiðandi 3-1. Stigahæstur í leiknum var Quentin Moore leikmaður KA með 37 stig.

KA menn fara því inn í jólafríið í toppsæti deildarinnar með 19 stig eftir 8 leiki.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó