Prenthaus

KA tryggði sér fimmta sætið í Pepsi Max deildinni

KA tryggði sér fimmta sætið í Pepsi Max deildinni

KA menn höfnuðu í fimmta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta í sumar. Liðið tryggði sér fimmta sæti með sigri á Fylki í lokaumferð deildarinnar um helgina.

Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum, bæði með 28 stig. Leiknum lauk með 4-2 sigri KA þar sem Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þrennu. Andri Fannar Stefánsson skoraði hitt mark KA í leiknum.

Á lokahófi KA eftir leikinn var Elfar Árni Aðalsteinsson kosinn besti leikmaður tímabilsins, Hallgrímur Mar Bergmann fékk verðlaun fyrir að vera markahæsti leikmaður liðsins og Aron Dagur Birnuson var valinn efnilegasti leikmaður KA.

UMMÆLI

Sambíó