KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni

KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni

Handbolta lið KA tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í gær með sætum sigri á FH. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem að KA tekur þátt í úrslitakeppninni.

Leikurinn fór fram í KA heimilinu á Akureyri þar sem myndaðist mikil stemning. Lokatölur í leiknum urðu 30-29 fyrir KA.

Með sigrinum fara KA upp í fjórða sæti deildarinnar. Tvær umferðir eru eftir í deildinni en KA eru öruggir í úrslitakeppnina.

https://www.facebook.com/kaakureyri/photos/a.408417151274/10158542147651275/

UMMÆLI

Sambíó