KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni

Tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

Karlalið KA í blaki tryggði sér fjórða sæti Mizuno-deildarinnar með sigri á Aftureldingu í KA-heimilinu um helgina. Úrslitin þýða að KA er komið í úrslitakeppnina.

Lið Aftureldingar og KA höfðu bæði spilað 18 leiki þegar kom að leikjum helgarinnar. Afturelding hafði 20 stig í fjórða sætinu og KA 18 stig í fimmta sætinu. Það hefði því dugað Aftureldingu að sigra fyrri leikinn 3-1 eða 3-0 til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina.

KA-menn voru staðráðnir í að láta það ekki gerast og mættu ákveðnir til leiks. KA vann báða leiki nokkuð örugglega 3-0. Þeir tryggðu sér þar með fjórða sæti deildarinnar og mæta deildarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum.

Deildarkeppninni lauk einnig hjá konunum sem biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu og eru þær ekki á leið í úrslitakeppni.

UMMÆLI

Sambíó