Prenthaus

KA uppfærir merki sittMynd: Ka.is

KA uppfærir merki sitt

Aðalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar samþykkti á dögunum breytingar á merki félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins í dag.

Þar eru allir aðilar sem notast við merkið hvattir til þess að uppfæra það sem allra fyrst. Einnig er vakin athygli á því að það er með öllu óheimilt að nota KA merkið nema með sérstöku leyfi aðalstjórnar KA.

Merki félagsins er rauður skjöldur á bláum skildi. Á rauða skildinum er gylltur eða hvítur knöttur og ofan hans standa bókstafirnir KA í hvítum lit. Um skildina er hvítur rammi.

Uppfærða merkið
Gamla merkið

Sambíó

UMMÆLI