NTC netdagar

KA vann Hauka meðan Þór tapaði fyrir ÍA

Almarr Ormars var hetja KA.

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í Boganum í dag. Óhætt er að segja að Akureyrarliðin Þór og KA hafi átt misjöfnu gengi að fagna. Í fyrri leik dagsins sigraði KA Hauka með einu marki gegn engu. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Í seinni leik leik dagsins mættust Þór og ÍA og þar var öllu meira fjör. Fimm mörk og tvö rauð spjöld litu dags­ins ljós í 3-2 sigri Skaga­manna.  Mörk Skagamanna skoruðu Stefán Þórðar­son, Al­bert Haf­steins­son og Stein­ar Þor­steins­son.

Gunn­ar Örvar Stef­áns­son og Jón Björgvin Kristjánsson skoruðu mörk heimamanna.

UMMÆLI