KA vann toppslaginn

Jón Heiðar var öflugur í gær

KA menn héldu sigurgöngu sinni í Grill66 deild karla í handbolta áfram í gærkvöld með öflugum sigri á HK. KA menn því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og eru nú með 4 stiga forskot á HK.

KA menn byrjuðu leikinn í gær af krafti og voru með gott forskot í hálfleik 15-9. HK komu öflugri út í síðari hálfleikinn en KA menn náðu að halda forskotinu. Eftir spennandi síðari hálfleik lauk leiknum með eins marks sigri KA 28-27.

Sigþór Árni Heimisson var enn og aftur öflugur í liði KA manna og var markahæstur með 7 mörk. Jón Heiðar Sigurðsson var einnig frábær í leiknum og skoraði 5 mörk.

KA menn sem fyrr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 16 stig eftir 8 leiki. Akureyri sitja nú í 2. sæti með 14 stig og HK í því þriðja með 12 stig.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó