Kæru skólameistarar/menntamálaráðuneyti/kennarar og aðrir sem þetta bréf varðar

Kæru skólameistarar/menntamálaráðuneyti/kennarar og aðrir sem þetta bréf varðar

Steinunn Ósk skrifar:

Ég og er nemandi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Nú þegar önnin klárast eru líklegast margir nemendur sem eiga við sama vandamál og ég þegar kemur að lokaprófum og það er prófkvíði. Ég trúi því að flestir starfsmenn innan menntakerfisins viti hvað prófkvíði er en ég ætla samt aðeins að lýsa honum.

Prófkvíði er kvíði sem kemur til þegar próf af eitthverju tagi á sér stað eins og til dæmis lokapróf. Kvíðinn einkennist af tilfinnigunni um að mistakast, ganga illa, falla og fleira sem gerir það oft að verkum að nemendur eins og ég standi sig illa í prófinu þó svo að við þekkjum námsefnið mjög vel en þarna tekur kvíðinn yfir og við missum stjórnina. Kvíðin nær eitthvernvegin að loka á allt sem við þekkjum svo vel. Þegar kemur að prófkvíða missum við allan stuðning frá skólakerfinu þar sem talið er að við eigum engann rétt á auknum stuðning ef við erum ekki með neinar greiningar. Í þessum aðstæðum er skólakerfið ekki að standa sig vel enda þekkir skólakerfið ekki bakgrunn nemenda og einnig er mjög mikið að fólki í öllum heiminum sem er með ógreint ADHD, ADD, einhverfu og fleira.

Skólakerfið verður að fara að styðja við alla sína nemendur þar sem við berum öll ábyrgð á því að koma þessu unga fólki út í heiminn til að sjá þau verða að flottum einstaklingum í þjóðfélaginu okkar. Þegar við sem nemendur fáum ekki stuðning þá dettur niður áhugi, vilji og trú á okkur sjálfum og okkar getu til námsins. Við erum ekki bara latir unglingar sem nenna ekki í próf og læra ekki fyrir próf. Prófkvíðinn er alvöru hlutur sem að við ráðum ekki við.

Núna sit ég heima eins og örugglega margir aðrir nemendur og spyr mig hvernig hægt sé að réttlæta það að fella mig í áfanga því að ég náði ekki lokaprófinu. Í mínu tilfelli vantaði 0,5 upp á það að ég náði þessu prófi. 0,5 er ekki há tala. Ef skoðuð yrðu verkefni sem ég gerði yfir önnina er hægt að sjá að ég þekki námsefnið vel enda hef ég metnað og fæ fyrir það góðar einkunnir. Afhverju horfið þið ekki á heildarmyndina? En prófkvíðinn gerir það að verkum að ég er feld í áfanganum og það er ekki einu sinni hægt að kenna mér bara um það. Ég hef reynt að fá aukinn stuðning en hef alls staðar komið að lokuðum dyrum og er miður mín yfir því. Ég hef litla trú á að eitthvað verði gert í þessu núna en vill opna augu fólks og sína fram á það að við höfum metnað og vilja en þurfum bara stundum auka stuðning.

Kæra menntakerfi styðjum við unga fólkið okkar svo að námið henti öllum. Við erum ekki bara latir unglingar.

Með vonir um bætt menntakerfi sendi ég hlýjar kveðjur þessa jólahátíð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó