NTC netdagar

Kaffið frumsýnir nýtt lag og myndband frá KÁ-AKÁ – myndband

KÁ-AKÁ

Norðlenski rapparinn KÁ-AKÁ sem hefur verið að gera allt vitlaust undanfarin misseri var rétt í þessu að senda frá sér nýtt lag og myndband. Verkið er að sjálfsögðu frumflutt á Kaffið.is.

Lagið sem heitir Nýja Kynslóðin er producerað og mixað af Einari Má. Laginu fylgir einkar glæsilegt myndband sem tekið er upp á Hjalteyri en það er Sölvi Andrason sem sá um gerð myndbandsins.

Ég ætlaði bara að gefa þetta lag út án myndbands, og það átti að droppa í gær. En svo var ég á æfingu á þriðjudaginn og hugsaði að það væri miklu skemmtilegra að gefa út video með þessu, sama hvernig það yrði og hversu stuttan tíma ég hafði. Þannig að ég fór á fullt að græja cameru og producer og heyrði í Sölva vini mínum sem var 100% klár þó fyrirvarinn væri enginn”, segir Ká-AKÁ í samtali við Kaffið.

Eins og áður segir er myndbandið tekið upp á Hjalteyri, nánar tiltekið á bænum Ytri Bakka. Á Ytri Bakka býr yngsti bóndi landsins, Vikar Mar. Það er einn flottasti karakter sem ég hef kynnst. Hann tók mjög vel á móti okkur og tók þátt í myndbandinu. Annars vil ég þakka Bjarka Kristjáns, Sölva Andra, Agli Erni, Þórodd Posa og Tómasi Inga og Hilmari Friðjóns,” segir Ká-AKÁ að lokum

Myndbandið má sjá hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó