Prenthaus

Kaffið.is fagnar fimm ára afmæli

Kaffið.is fagnar fimm ára afmæli

Í dag, 19. September 2021, er vefmiðillinn Kaffið.is fimm ára gamall.

Norðlenski vefmiðillinn Kaffið.is fór fyrst í loftið 19. September árið 2016. Kaffið varð á stuttum tíma vel þekktur miðill og á meðal vinsælustu vefmiðla Norðurlands. Síðan þá hefur miðillinn vaxið ár frá ári og fest sig í sessi í fjölmiðlaflórunni á svæðinu.

Það eru spennandi tímar framundan á Kaffinu. Við höfum fengið til liðs við okkur öflugt ungt fólk fyrir veturinn og stefnum á að halda áfram að dæla út skemmtilegu og frumlegu efni í bland við daglega fréttaumfjöllun. Á næstu vikum stefnum við einnig á það að frumsýna nýtt útlit á vef okkar með ýmsum nýjungum. Við mælum með því að fylgjast vel með á næstu vikum og mánuðum.

Kaffið hefur verið lesendum að kostnaðarlausu undanfarin fimm ár en rekstur fjölmiðils getur verið erfiður og því við viljum nýta tækifærið og minna á það að lesendur geta styrkt starfsemi Kaffið.is með frjálsum framlögum. Ef þú hefur áhuga á að styrkja óháða fjölmiðlun á Norðurlandi kynntu þér málið nánar hér.

Að lokum viljum við þakka kærlega fyrir lesturinn og samfylgdina undanfarin fimm ár. Án ykkar væri þetta verkefni ómögulegt.

UMMÆLI

Sambíó