Kannastu við köttinn? – Eiganda leitað

Kannast þú við þennan kött?

 

Lögreglan á Norðurlandi eystra setti á Facebook síðu sína færslu þar sem reynt er að hafa upp á eiganda kattar sem fannst slasaður á Borgarbraut við Dalsbraut í gær, hvítum högna, sennilega 4-6 ára. Kettinum hefur verið komið undir hendur dýralæknis en nú er leitað af eiganda hans en hann er ólarlaus og ekki örmerktur. Hann er aumur en óbrotinn segir í færslunni. Ef einhver kannast við kisa eða eigendur hans er hægt að vitja kattarins á Dýraspítalann í Lögmannshlíð.

Að neðan má sjá færslu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó