Kara náði í brons á EM í Malaga

Kara Gautadóttir

Kara Gautadóttir, kraftlyftingakona úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar, náði góðum árangri á EM í kraflyftingum sem fram fer í Malaga á Spáni þessa dagana.

Kara lyfti sam­an­lagt 362,5 kg í -57 flokki ung­linga. Hún lyfti mest 145 kg í hnébeygju, 80 kg í bekkpressu og 137,5 kg í réttstöðulyftu.

Samanlagt 362,5 kg sem er jafnmikið og An­astasiia Na­ko­nechna frá Úkraínu lyfti en hún hlaut silfur þar sem hún er léttari en Kara.

 

Sambíó

UMMÆLI