Karen Nóa tekin við Hömrunum

700w

Hamrarnir á góðri stundu

Karen Nóadóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Hamranna og mun hún stýra liðinu í 1.deild kvenna næsta sumar.

Knattspyrnuáhugamenn á Akureyri ættu að þekkja vel til Karenar enda á hún 173 leiki í deild og bikar fyrir Þór/KA.

Karen hefur verið fyrirliði kvennaliðs Þór/KA undanfarin ár en ekki er útilokað að hún muni halda áfram að leika með liðinu í Pepsi-deild kvenna samhliða þjálfun Hamranna.

Hamrarnir enduðu í 2.sæti C-riðils 1.deildar kvenna á síðustu leiktíð og féllu úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en nýtt fyrirkomulag verður á deildarkeppni kvenna næsta sumar og munu Hamrarnir leika í næstefstu deild.

Karen er 26 ára gömul og hefur töluverða reynslu úr þjálfun yngri flokka þar sem hún hefur starfað hjá báðum Akureyrarliðunum Þór og KA.

h7-160529458

Nýr þjálfari Hamranna

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó