Karen Ósk gefur út nýtt lag

Karen Ósk gefur út nýtt lag

Söngkonan Karen Ósk Ingadóttir gaf í dag út lagið Allt svo hljótt. Lagið er annað lagið sem Karen gefur út en hún gaf út lagið Haustið ásamt Friðriki Dór á síðasta ári. Hún var í kjölfarið tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.

Karen er tvítug og er stúdent úr Menntaskólanum á Akureyri. Hún stefnir á að gefa út sína fyrstu plötu á næstu vikum.

Hlustaðu á lagið Allt svo hljótt í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó