beint flug til Færeyja

Karen Ósk gefur út sína fyrstu plötu

Karen Ósk gefur út sína fyrstu plötu

Söngkonan Karen Ósk Ingadóttir gaf sína fyrstu plötu út í dag. Platan heitir Svífum og inniheldur fimm lög. Lögin Haustið og Allt svo hljótt sem Karen gaf út fyrr í ár eru á plötunni ásamt þremur nýjum lögum.

Karen er tvítug og er stúdent úr Menntaskólanum á Akureyri. Hún var tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.

„Þvílíkur heiður að fá tækifæri til að elta langþráðan draum og hvað þá með öðru eins teymi af snillingum.
Mér finnst ég vera heppnust í heimi,“ skrifar Karen á Instagram í dag.

Hlustaðu á smáskífuna Svífum hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó