Kári Arnór stefnir Stapa vegna vangoldinna launa

Kári Arnór Kárason

Kári Arnór Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs hefur stefnt sjóðnum vegna vangoldinna launa við starfslok hans. Kári Arnór sagði upp fyrir ári eftir að upp komst um eignarhald hans í fyrirtækjum í skattaskjólum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Lögmaður Kára, Hlynur Jónsson segir í samtali við Fréttablaðið að ekki hafi verið staðið við ráðningasamning þegar Kári lét af störfum en málið hefur verið tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó