KA/Þór á sigurbraut

skjamynd-2013-09-29-at-21-04-33

Martha ávallt öflug

KA/Þór vann nokkuð öruggan sigur á HK í 1.deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í KA-heimilinu.

KA/Þór leiddi með tveim mörkum í leikhléi, 15-13 og vann að lokum sex marka sigur, 28-22.

Annar sigur stelpnanna í röð en þær sitja í fimmta sæti deildarinnar, þrem stigum frá toppliðinu og eiga leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig.

Gamla brýnið Martha Hermannsdóttir var markahæst hjá KA/Þór eins og stundum áður en hún skoraði níu mörk.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 9, Steinunn Guðjónsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 3, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Erla Hleiður Tryggvadóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1.

Markaskorarar HK: Kolbrún Arna Garðarsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Þórhildur Braga Þórðardóttir 3, Birta Rún Grétarsdóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Elva Arinbjarnar 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1.

UMMÆLI