KA/Þór áfram á sigurbraut

Sunna Guðrún Pétursdóttir var hetja KA/Þór í dag

KA/Þór heimsótti ÍR í Grill66 deild kvenna í dag. Liðið hefur farið vel af stað í deildinni og unnið alla þrjá leiki sína hingað til.

Viðureign liðanna í dag var gífurlega spennandi. ÍR liðið hafði fyrir leikinn unnið tvo leiki og tapað tveimur og gátu með sigri jafnað KA/Þór að stigum. KA/Þór stóðu uppi sem sigurvegari 30-29.

Martha Hermannsdóttir skoraði 7 mörk fyrir KA/Þór og var markahæst í liðinu. Ásdís Guðmundsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir skoruðu fimm mörk hvor.

Margrét Einarsdóttir varði 6 skot í markinu hjá KA/Þór þar af eitt víti. Sunna Guðrún Pétursdóttir varði 7 mörk þar af eitt vítakast á ögurstundu sem tryggði KA/Þór mikilvægan sigur. Ásdís Sigurðardóttir fékk þá beint rautt spjald fyrir að kasta boltanum í burtu og ÍR fékk vítakast í stöðunni 30-29. Sunna varði vítið þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum. KA/Þór náðu svo að halda boltanum það sem eftir lifði leiks.

KA/Þór er í 2. sæti deildarinnar með fullt hús stiga og geta komist upp fyrir HK í efsta sæti með sigri í leik sem þær eiga inni. HK eru efstar með 9 stig einu stigi á undan KA/Þór.

Næsti leikur KA/Þór er laugardaginn 4. nóvember í KA heimilinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó