NTC netdagar

KA/Þór burstaði Víking

handboltiLeikið var í 1.deild kvenna í gær og fengu KA/Þór heimsókn frá Víkingskonum í KA-heimilið að viðstöddum 111 áhorfendum.

Akureyrarliðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og vann að lokum þrettán marka sigur, 33-25 en staðan í hálfleik var 17-12 fyrir KA/Þór.

Kolbrún Gígja Einarsdóttir var markahæst heimakvenna með átta mörk. Næst kom reynsluboltinn Katrín Vilhjálmsdóttir sem skoraði sex mörk.

Liðið er nú búið að vinna tvo leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð deildarinnar.

Markaskorarar KA/Þór:
Kolbrún Gígja Einarsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 5, Steinunn Guðjónsdóttir 5, Kara Rún Árnadóttir 3, Þóra Björk Stefánsdóttir 3, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Una Kara Vídalín Jónsdóttir 1.

UMMÆLI

Sambíó