NTC netdagar

KA/Þór hefja leik í Grill66 deildinni í dag

Grill66 deild kvenna fór af stað í vikunni. Í dag leikur KA/Þór sinn fyrsta leik í vetur þegar U koma í heimsókn í KA heimilið. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

KA/Þór voru hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild síðasta vetur en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar. Þá tapaði liðið ekki leik á heimavelli. Stelpunum er spáð 2. sæti deildarinnar aftur í ár af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni.

Það má búast við mikilli stemningu í KA heimilinu í dag en fyrir leik verða grillaðar pylsur og hoppukastali á svæðinu.

Sambíó

UMMÆLI