KA/Þór hóf umspilið á sigri

Aldís Ásta Heimisdóttir var frábær í dag

Umspil 1.deildar kvenna um sæti í efstu deild kvenna á næstu leiktíð hófst í dag þegar KA/Þór fékk FH í heimsókn í KA-heimilið en bæði lið léku í 1.deildinni í vetur. Í hinu einvíginu mætast Selfoss og HK en Selfoss endaði í næstneðsta sæti efstu deildar í vetur.

KA/Þór mættu ákveðnar til leiks og tóku völdin snemma í sínar hendur. Þær leiddu með þrem mörkum í leikhléi, 15-12. Hafnarfjarðarkonur voru ekki á því að gefast upp og hart var barist í síðari hálfleik en lítið skorað. Fór svo að lokum að KA/Þór vann tveggja marka sigur, 24-22 og eru því komnar í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir voru markahæstar í liði KA/Þórs með sjö mörk. Þá átti Sunna Guðrún Pétursdóttir mikilvægar markvörslur á lokakaflanum.

Næsti leikur liðanna er á sunnudag þegar þau mætast á heimavelli FH.

Markaskorarar KA/Þórs: Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir 7, Martha Her­manns­dótt­ir 7, Katrín Vil­hjálms­dótt­ir 4, Ásdís Guðmundsdótt­ir 3, Kara Rún Árna­dótt­ir 2, Stein­unn Guðjóns­dótt­ir 1.

Markaskorarar FH: Ingi­björg Pálma­dótt­ir 6, Fann­ey Þóra Þórs­dótt­ir 3, Birna Íris Helga­dótt­ir 3, Diljá Sig­urðardótt­ir 3, Lauf­ey Ásta Hösk­ulds­dótt­ir 3, Arn­dís Sara Þórs­dótt­ir 2, Hild­ur Marín Andrés­dótt­ir 2.

Sambíó

UMMÆLI