KA/Þór með pálmann í höndunum

Jónatan Þór Magnússon, til hægri, er þjálfari KA/Þór.

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann tveggja marka sigur á HK í 1.deild kvenna í handbolta í KA-heimilinu í gær að viðstöddum tæplega 500 áhorfendum. Lokatölur 24-22 fyrir KA/Þór sem fer þar með í gegnum 21 leikja tímabil og vinnur alla heimaleiki sína. Aðdáunarverður árangur.

Nokkuð jafnræði var með liðunum enda HK með hörkulið sem verið hefur í toppbaráttunni í allan vetur. KA/Þór var þó oftast skrefinu á undan og leiddi 12-10 í leikhléi.

Eins og stundum áður var Martha Hermannsdóttir markahæst í liði KA/Þór með átta mörk og næst kom annar reynslubolti, Katrín Vilhjálmsdóttir með fimm.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 4, Erla Hleiður Tryggvadóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1.

Markaskorarar HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 9, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 2, Kolbrún Garðarsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.

Ein umferð er eftir af deildinni þar sem KA/Þór heimsækir Fjölni í Grafarvog næstu helgi. Fjölniskonur sitja í öðru sæti deildarinnar, með tveim stigum minna en KA/Þór og er því um úrslitaleik um efsta sætið að ræða þar sem KA/Þór nægir jafntefli. Er að miklu að keppa því liðið sem vinnur deildina fær farseðil í efstu deild en liðið í öðru sæti fer í fjögurra liða umspil um laust sæti í efstu deild.

UMMÆLI