KA/Þór óstöðvandi á heimavelli

Martha hefur verið virkilega öflug í vetur.

Martha hefur verið virkilega öflug í vetur.

KA/Þór vann enn einn heimaleikinn í 1.deild kvenna í handbolta í dag þegar liðið fékk FH í heimsókn í KA-heimilið.

Það var vel mætt á leikinn og má með sanni segja að stelpurnar hafi hent í flugeldasýningu fyrir áhorfendur í dag en KA/Þór lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 16-9.

FH-konur voru ekki á því að gefast upp og áttu ágætis tilþrif í síðari hálfleik en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill og sigldi KA/Þór sigrinum heim. Lokatölur 25-21 og fimmti heimasigur Akureyrarliðsins í vetur staðreynd.

Martha Hermannsdóttir var atkvæðamest eins og stundum áður en hún átti frábæran leik og skoraði 13 mörk.

KA/Þór komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar og er aðeins tveim stigum á eftir toppliði Fjölnis.

Markaskorarar KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 13, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Erla Hleiður Tryggvadóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1.

Markaskorarar FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 8, Steinunn Snorradóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 2, Diljá Sigurðardóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2.

Sambíó

UMMÆLI