NTC

KA/Þór rúllaði yfir Aftureldingu

skjamynd-2013-09-29-at-21-04-33

Martha Hermannsdóttir var markahæst í dag

Leikið var í 1.deild kvenna í handbolta í dag. KA/Þór fékk Aftureldingu í heimsókn í KA-heimilið.

KA/Þór voru miklu betri aðilinn í leiknum og voru alltaf skrefinu á undan Mosfellingum. Staðan í leikhléi var 15-8 fyrir heimakonum.

Leikurinn hélst í sama horfi í síðari hálfleik og fór að lokum svo að KA/Þór vann öruggan sex marka sigur, 29-23.

Gamla brýnið Martha Hermannsdótir var markahæst í liði KA/Þór með níu mörk og næst henni kom annar reynslubolti því Katrín Vilhjálmsdóttir var næstmarkahæst með sjö mörk.

Markaskorarar KA/Þór:
Martha Hermannsdóttir 9, Katrín Vilhjálmsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1.

Markaskorarar Aftureldingar: Dagný Birgisdóttir 5, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Rakel Dóra Sigurðardóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir, Íris Kristín Smith 1, Jónína Líf Ólafsdóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI