Gæludýr.is

KA/Þór sigraði Fylki

Ásdís Guðmundsdóttir

Stelpurnar í KA/Þór gerðu góða ferð í Árbæinn um helgina og sigruðu Fylki örugglega 27-22 í Grill66 deildinni í handbolta.

Fylkiskonur reyndust leikmönnum KA/Þór erfiðar í fyrri hálfleik en KA/Þór fór þó inn í hálfleikinn með 13-11 forskot. Sunna Guðrún Pétursdóttir í marki KA/Þór var frábær í fyrri hálfleiknum en sóknarleikurinn hjá KA/Þór ekki nægilega öflugur.

Sunna hélt áfram að verja vel í síðari hálfleik og varnarleikur liðsins var öflugur. Lokatölur reyndust 27-22. Markahæstar í liði KA/Þór voru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir með 5 mörk hvor.

KA/Þór hafa því sigrað fyrstu tvo leiki sína í vetur. Liðið er í þriðja sæti Grill66 deildarinnar en á leik til góða á HK og ÍR sem eru fyrir ofan þær. Næsti leikur liðsins er næstkomandi laugardag gegn Fram í Reykjavík.

UMMÆLI

Sambíó