Prenthaus

KA/Þór tekur á móti FH á fimmtudag

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með KA/Þór

Umspil um sæti í Olís-deild kvenna hefst á fimmtudaginn þegar KA/Þór tekur á móti FH kl. 16:00, Sumardaginn fyrsta.

Það lið sem er á undan til þess að vinna tvo leiki í einvíginu mætir annaðhvort Selfoss eða HK í úrslitaleik um laust sæti í Olís-deildinni næsta vetur.

Liðin hafa mæst þrisvar áður í vetur, KA/Þór hefur sigrað tvo leiki og einn leikur endaði með jafntefli.

Stuðningsmönnum verður boðið frítt á leikinn í KA-heimilinu á fimmtudaginn kl. 16:00.

UMMÆLI

Sambíó