KA/Þór tyllti sér á toppinn með öruggum sigri

Martha hefur verið virkilega öflug í vetur.

Martha er algjörlega óstöðvandi þessa dagana.

KA/Þór situr nú eitt á toppi 1.deildar kvenna í handbolta eftir öruggan átta marka sigur á ÍR í KA-heimilinu í dag.

Stelpurnar mættu ákveðnar til leiks og tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum en staðan í leikhléi var 13-10, KA/Þór í vil. Í síðari hálfleik héldu þær áfram að auka forystuna og unnu að lokum afar góðan sigur. Lokatölur 28-20.

KA/Þór tapaði fyrri leik sínum gegn ÍR í vetur en tókst heldur betur að hefna fyrir það í dag og náðu þar með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en liðin fyrir neðan eiga leiki til góða á KA/Þór.

Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með ellefu mörk.

Markaskorarar KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 11, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Erla Hleiður Tryggvadóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1.

Markaskorarar ÍR: Silja Ísberg 7, Karen Tinna Demian 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Petra Waage 1, Auður Pálsdóttir 1, Karen Kolbeinsdóttir 1, Jenný Jónsdóttir 1.

ArticChallenge

UMMÆLI

Ticket to Paradise