KA/Þór tyllti sér á toppinn með öruggum sigri

Martha hefur verið virkilega öflug í vetur.

Martha er algjörlega óstöðvandi þessa dagana.

KA/Þór situr nú eitt á toppi 1.deildar kvenna í handbolta eftir öruggan átta marka sigur á ÍR í KA-heimilinu í dag.

Stelpurnar mættu ákveðnar til leiks og tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum en staðan í leikhléi var 13-10, KA/Þór í vil. Í síðari hálfleik héldu þær áfram að auka forystuna og unnu að lokum afar góðan sigur. Lokatölur 28-20.

KA/Þór tapaði fyrri leik sínum gegn ÍR í vetur en tókst heldur betur að hefna fyrir það í dag og náðu þar með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en liðin fyrir neðan eiga leiki til góða á KA/Þór.

Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með ellefu mörk.

Markaskorarar KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 11, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Erla Hleiður Tryggvadóttir 2, Sandra Kristín Jóhannesdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1.

Markaskorarar ÍR: Silja Ísberg 7, Karen Tinna Demian 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Petra Waage 1, Auður Pálsdóttir 1, Karen Kolbeinsdóttir 1, Jenný Jónsdóttir 1.

Sambíó

UMMÆLI