Múlaberg

KA/Þór í vondum málum í baráttunni um sæti í efstu deild

Úrvalsdeildardraumurinn fjarlægist hjá Mörthu og stöllum hennar

KA/Þór tapaði fyrir Selfossi í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi umspils um sæti í efstu deild í KA-heimilinu í dag. Selfoss leiddi leikinn lengstum og vann að lokum fjögurra marka sigur, 20-24.

Er þetta fyrsta tap KA/Þórs á heimavelli í allan vetur og er Selfoss nú einum sigri frá því að tryggja veru sína í efstu deild á næstu leiktíð. Næsti leikur úrslitaeinvígsins fer fram á Selfossi á föstudag.

Markaskorarar KA/Þ​órs: Ásdís Guðmunds­dótt­ir 4, Martha Her­manns­dótt­ir 4, Stein­unn Guðjóns­dótt­ir 3, Katrín Vil­hjálms­dótt­ir 3, Al­dís Ásta Heim­is­dótt­ir 2, Sandra Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir 2, Ólöf Marín Hlyns­dótt­ir 1, Þóra Stef­áns­dótt­ir 1.

Markaskorarar Sel­foss: Dij­ana Radoj­evic 9, Kristrún Steinþórs­dótt­ir 6, Adina Ghido­arca 4, Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir 2, Perla Ruth Al­berts­dótt­ir 2, Car­men Palam­ariu 1.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó