Færeyjar 2024

Katrín Sigurjónsdóttir er nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, sveitarstjórn samþykkti ráðninguna samhljóða á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar. Katrín er jafnframt oddviti B-lista framsóknar- og félagshyggjufólks.

Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Áður bjó hún einn vetur á Árskógsströnd en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar eru Sigurjón Margeir Valdimarsson frá Hreiðri í Holtum og Katrín Auður Eiríksdóttir á Glitstöðum.

Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn sem öll eru búsett á Dalvík, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001. Barnabörnin eru fjögur.

Katrín er stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1988. Þá tók hún með vinnu þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinám hjá HA árið 2007-2008 og núna stundar hún nám í markþjálfun á vegum Evolvia hjá Símey. Hún var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna. Katrín hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2004.

Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak.

Fráfarandi bæjarstjóri er Bjarni Th. Bjarnason.

UMMÆLI

Sambíó