Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Kátt í Höllinni þegar Þórsarar slógu Tindastól úr leik

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Darrel Lewis var stórkostlegur í kvöld. Mynd: Thorsport.is

Þórsarar eru komnir í 8-liða úrslit Maltbikars karla í körfubolta eftir sigur á nágrönnunum í Tindastól í mögnuðum körfuboltaleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lokatölur 93-81 en þær tölur gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum sem var jafn og spennandi í 38 mínútur af 40.

Þórsarar voru þrem stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stólarnir bitu heldur betur frá sér í öðrum leikhluta og leiddu með sex stigum í leikhléi.

Liðin skiptust á að hafa forystu í þriðja leikhluta en í fjórða og síðasta leikhluta sigu Þórsarar fram úr og unnu tólf stiga sigur. Munaði þar mest um frábæran varnarleik heimamanna en þeir skelltu algjörlega í lás um tíma. Fjórði leikhlutinn fór 23-10 fyrir Þór.

Sá sem þetta ritar hefur séð fjöldann allan af kappleikjum í Íþróttahöllinni á Akureyri en sjaldan upplifað aðra eins stemningu á áhorfendapöllunum og í kvöld. Vel var mætt úr Skagafirði og mikill sómi af stuðningsmönnum beggja liða. Hart var barist innan vallar og sýndu leikmenn beggja liða glæsilega takta.

Gamla brýnið Darrel Lewis átti algjörlega magnaðan leik í sókn Þórs og setti niður 31 stig. Antonio Hester var ekki síðri fyrir Stólana en hann gerði 32 stig og tók 11 fráköst. Þórsarar réðu einnig illa við Chris Caird sem setti 27 stig.

Stigaskor Þórs: Darrel Lewis 31, George Beamon 21/10 fráköst, Danero Thomas 15, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/7 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Tryggvi Snær Hlinason 4, Sindri Davíðsson 3.

Stigaskor Tindastóls: Antonio Hester 32/11 fráköst, Chris Caird 27, Pétur Rúnar Birgisson 9/4 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggóson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Hannes Ingi Másson 3.

UMMÆLI

Sambíó