Kattaframboð neitaði að borga fyrir þátttöku í kosningaumfjöllun N4

Kattaframboð neitaði að borga fyrir þátttöku í kosningaumfjöllun N4

Sjónvarpsstöðin N4 hefur slaufað sérstökum kosningaþætti eftir að Snorri Ásmundsson, oddviti Kattaframboðsins á Akureyri gerði athugasemd við að borga þyrfti fyrir þátttöku í þættinum. Þetta kemur fram á Vísi.

Í umfjöllun á Vísi segir að hvert framboð hefði þurft að borga 150 þúsund krónur fyrir að fá að vera með í pallborðsumræðum í sjónvarpsal.

Snorri Ásmundsson segir í samtali við Vísi að honum hafi blöskrað og haft samband við Maríu Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóra N4.

María segir í svari við Snorra að það sé ómögulegt fyrir litla sjónvarpsstöð eins og N4 að gera allt frítt, þrátt fyrir að þeim langi til þess. Eftir fyrirspurn til fjölmiðlanefndar hafi N4 ákveðið að sleppa þættinum.

„Þar sem N4 vill ekki gambla með lögin eða orðspor sitt, þá höfum við ákveðið að sleppa allri umfjöllun um kosningar. En svo því sé til haga haldið þá hafa okkur borist fyrirspurnir frá framboðum á Akureyri og beiðnir um umfjallanir enda lítið farið fyrir því á ríkisstyrktum miðlum. Lítil einkarekin sjónvarpsstöð rekin án allra styrkja í dag hefur ekki bolmagn til að framleiða þætti án þess að hafa til þess fjármagn,“ sagði í svari N4 til Snorra.

Nánari umfjöllun um málið má finna á vef Vísis með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó