Gæludýr.is

Kayla Grimsley tekur við Völsung sem spilandi þjálfari

Kayla Grimsley

Kayla Grimsley

Kayla June Grimsley hefur verið ráðin sem þjálfari kvennaliðs Völsungs og mun hún einnig spila með liðinu. Ásamt því að vera spilandi þjálfari mun hún koma að þjálfun yngri flokka félagsins og áframhaldandi uppbyggingu kvennaboltans hjá Völsungi.

Kayla þekkir vel til kvennaboltans á Íslandi en hún lék með Þór/KA á árunum 2012-2015 og var meðal bestu leikmanna Pepsi deildar kvenna. Þetta er hennar fyrsta starf sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Á heimasíðu Völsungs er talað um að með þessari metnaðarfullu ráðningu sé verið að blása til sóknar í eflingu kvennaboltans þar. Efnilegar stelpur séu á leiðinni upp og árangur síðasta árs sé tímabundið ástand.

Kristina Rose hefur þá verið ráðin aðstoðarþjálfari liðsins og yngri flokka þjálfari. Kristina er reyndur knattspyrnuþjálfari frá Bandaríkjunum og hefur öðlast næst hæstu þjálfaragráðuna sem í boði er þarlendis. Hún hefur mikla reynslu úr bandaríska háskólaboltanum sem þjálfari og hefur unnið til verðlauna og fengið viðurkenningar fyrir góðan árangur í starfi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó