KEA gefur Sjúkrahúsinu á Akureyri 10 milljónir til tækjakaupa

Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri

Í tilefni af 130 ára afmæli KEA á þessu ári afhenti framkvæmdastjóri félagsins Sjúkrahúsinu á Akureyri 10 milljónir króna til tækjakaupa í dag.

Peningurinn verður notaður í gegnumlýsingartæki en slíkt tæki er aðallega notað á skurðstofum. Með því er hægt að gegnumlýsa sjúklinga á sama tíma og aðgerð er framkvæmd og sjá á skjá hvað er að gerast inn í líkama sjúklingsins.

Nýja tækið leysir af hólmi rúmlega 20 ára gamalt tæki. Á morgun verður hægt að fylgjast með afhendingu gjafarinnar í þættinum „Að norðan“ á sjónvarpsstöðinni N4.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó