Kemur vel til greina að ein heilsugæslustöð á Akureyri verði einkarekin

Kemur vel til greina að ein heilsugæslustöð á Akureyri verði einkarekin

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra seg­ir að það komi vel til greina að önnur heilsugæslustöðin sem á að reisa á Akureyri verði einkarekin. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.

Berglind Ósk spurði hvort að ráðherra hygðist bjóða út rekstur annarrar heilsugæslustöðvarinnar. Hún segir að einkarekstur heilsugæslustöðva hafi gefið góða raun og ánægja og traust hafi mælst meðal notenda þeirra.

„Leiða má lík­ur að því að aukn­ir val­mögu­leik­ar hvað varðar rekstr­ar­form í heil­brigðisþjón­ustu hafi í för með sér að auðveld­ara verði að fá heim­il­is­lækna til starfa á Ak­ur­eyri og því er mik­il­vægt að gera starfs­um­hverfi þeirra eins fjöl­breytt og aðlaðandi og unnt er. Nú hef­ur einka­rekst­ur heilsu­gæslu­stöðva gefið góða raun og mæl­ist ánægja og traust not­enda til þeirra meira en heilsu­gæslu­stöðva sem rekn­ar eru af hinu op­in­bera. Hins veg­ar eru all­ar einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðvar lands­ins staðsett­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og hef­ur lands­byggðin setið hjá í þess­ari þróun,“ sagði Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir í fyr­ir­spurn sinni.

Willum Þór sagði í svari sínu að einkarekstur kæmi vel til greina og gæti reynst sem skynsamlegt módel. Í augnablikinu hafi þó ekki verið tekin nein ákvörðun.

„Af því að hátt­virt­ur þingmaður kom inn á mönn­un­ar­vand­ann þá er þetta tvíþætt mál. Það eru alltaf áhyggj­ur þeirra sem eru að reka heilsu­gæslu fyr­ir að missa frá sér mann­skap. Við erum í raun og veru alltaf í sam­keppni um sama tak­markaða mannauðinn,“ sagði Willum í svari sínu.

UMMÆLI

Sambíó