Gæludýr.is

Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri hlýtur 60 milljóna króna styrk frá Erasmus+

Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri hlýtur 60 milljóna króna styrk frá Erasmus+

Samstarfsverkefnið CUTIE sem stendur fyrir: Competences for Universities using Technology in education and Institutional Empowerment hefur fengið úthlutað 60 milljón króna styrk frá Erasmus+. Styrkurinn er sá hæsti í sínum flokki og fékk umsóknin 94 stig af 100 mögulegum. Verkefninu er stýrt af Helenu Sigurðardóttur, kennsluráðgjafa hjá Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri.

Þátttakendur í verkefninu eru sex háskólar í Evrópu og eitt tæknifyrirtæki. Samstarfsverkefnið er byggt á grunni CUTE Erasmus+ verkefnisins um stafræna hæfni háskólakennara en því lauk í ársbyrjun 2023. Í því verkefni var sett upp vefsvæði til að auðvelda stofnunum að meta stöðu sína og skipuleggja stafræna vegferð starfsfólks. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri.

„Megin markmið CUTIE verkefnisins er að efla stafræna hæfni í tengslum við nám og kennslu á háskólastigi með áherslu á háskólastofnanir. Þróuð verður aðferðafræði og efni til að bæta og efla starfræna hæfni með DigCompEdu evrópska viðmiðunarrammann að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu á vef HA.

Samstarfsaðilar í verkefninu eru: Háskólinn á Akureyri, University of Copenhagen (Danmörk), University of Galway (Írland), AGH University of Science and Technology Krakow (Pólland), University of Zagreb (Króatía), University of Murcia (Spáni), ásamt fyrirtækinu Global Training Network Solutions GmbH (Austurríki).

„Kennslumiðstöð er afar stolt af því að hafa fengið þennan styrk og gerir ráð fyrir því að vinnan við verkefnið muni skila sér inn til háskólans með áframhaldandi þróun á hvernig hægt sé að styðja við þróun á aukinni stafrænni hæfni starfsfólks Háskólans á Akureyri,“ segir á vef HA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó