Keppendur úr UFA og KFA söfnuðu verðlaunum og slógu met á SelfossiRóbert Mackay

Keppendur úr UFA og KFA söfnuðu verðlaunum og slógu met á Selfossi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15 til 22 ára fór fram á Selfossi um helgina. Keppendur úr KFA og UFA voru sigursælir á mótinu.

Róbert Mackay úr UFA varð Íslandsmeistari í fjórum greinum. 100, 200 og 300 metra hlaupi 15 ára pilta og einnig 100 metra grindarhlaupi 15 ára pilta. Róbert sló mótsmetið í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á tímanum 23,73 sekúndur. Þá náði hann einnig á pall í langstökki 15 ára pilta þar sem hann nældi sér í bronsverðlaun.

Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 og 200 metra hlaupi stúlkna 18 til 19 ára. Þá sló hún aldursflokkamet í 100 metra grindarhlaup stúlkna 18 til 19 ára þegar hún kom í mark á 14,00 sekúndum sem er einnig persónuleg bæting hjá henni. Glódís sigraði líka í langstökki í sama flokki.

Birnir Vagn Finnsson varð Íslandsmeistari í 110 metra grindarhlaupi 18 til 19 ára pilta og sló mótsmetið í leiðinni. Birnir sigraði einnig í hástökki pilta 18 til 19 ára.

Alexander Breki Jónsson, Tjörvi Leó Helgason, Róbert Mackay og Birnir Vagn Finnsson skipuðu sveit UFA í 4×100 metra boðlhlaupi pilta og náðu silfurverðlaunum. Sigurlaug Anna Sveinsdóttir úr UFA náði silfurverðlaunum í 100 og 400 metra hlaupi stúlkna 16 til 17 ára.

Glódís Edda
Birnir Vagn
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó