Keypti lottómiða á Akureyri og vann 8,4 millj­ón­ir króna

Keypti lottómiða á Akureyri og vann 8,4 millj­ón­ir króna

Heppinn lottóspilari vann 8,4 milljónir króna í lottóinu í síðustu viku. Vinningshafinn keypti miðann í Hagkaupum á Akureyri.

„Viðskipta­vin­ur sem lagði leið sína í Hag­kaup á Ak­ur­eyri hafði lukku­dís­irn­ar í sínu liði þegar hann keypti sér lot­tómiða en miðinn góði var sá eini með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í út­drætti vik­unn­ar.  Eig­andi hans er núna 8,4 millj­ón­un króna rík­ari, ekki ama­legt að fá því­líka bú­bót svona rétt fyr­ir jól­in. Tveir skiptu mér sér bónus­vinn­ingn­um og hlýt­ur hvor þeirra rúm­lega 185 þúsund krón­ur, ann­ar miðinn er í áskrift en hinn var keypt­ur í N1 á Húsa­vík,“ seg­ir á vef Íslenskr­ar get­spár.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó