Prenthaus

KFA hafði yfirburði á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum

Kraftlyftingafélag Akureyrar kom, sá og sigraði þegar Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum fór fram í Smáranum í Kópavogi í gær.

KFA átti flesta fulltrúa allra félaga á mótinu og hlutu flest verðlaun en alls féllu ellefu gullverðlaun og ein silfurverðlaun KFA í skaut.

Viktor Samúelsson varð stigameistari í karlaflokki og Hulda B. Waage í kvennaflokki. Sigurvegarar í unglingaflokki komu einnig úr KFA en það voru þau Þorsteinn Ægir Óttarsson og Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir.

Stigahæsta liðið í karla- og kvennaflokki.

UMMÆLI

Sambíó