Múlaberg

KFC í við­ræðum um opnun á Akur­eyri

KFC í við­ræðum um opnun á Akur­eyri

Skyndibitakeðjan KFC á nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs staðar við Norðurtorg á Akureyri. Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, fram­kvæmda­stjóri KFC, segir að enn sé ekki komin alvara í samræðurnar en þær séu þó heitar. Þetta kemur fram á Vísi.is.

„Það er ekki komin nein alvara í þetta en þetta eru heitar umræður myndi ég segja svo það kemur í ljós hvað við gerum. Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjarfélaginu hafa ekkert haft áhuga á okkur“ segir Helgi í samtali við Vísi.

Á Vísi.is segir að sjónum sé nú beint að lóð við Sjafnargötu 1. Reiturinn sem stendur í útjaðri bæjarins við hliðina á verslunarkjarna Norðurtorgs sem opnaði í gær. Umfjöllun Vísis má finna hér.

Sambíó

UMMÆLI