Kisukot lokar á næstu dögum

Kisukot lokar á næstu dögum

Kisukot, kattaraðstoð á Akureyri, mun loka á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Kisukots þar sem segir að yfirvöld á Akureyri hafi gert starfseminni erfitt fyrir.

„Staðreyndin er því miður sú að Kisukot mun loka núna á næstu dögum. Yfirvöld hér í bæ hafa gert okkur erfitt fyrir og ætlast til hluta sem aðrir í okkar stöðu hafa ekki þurft að gera. Sbr. að biðja um að við fáum leyfi fyrir breyttri húsnotkun. Það leyfi fæst ekki nema að uppfylltum skilyrðum sem er einfaldlega ekki hægt að uppfylla í heimahúsi. Það er fullt af fólki víðsvegar um landið sem tekur til sín í ketti í vanda og fóstrar á meðan leitað er að heimilum. Meðan ekki fæst húsnæði er ekki hægt að halda þessari starfsemi áfram,“ segir í tilkynningu Kitukots þar sem eftirfarandi skjáskoti er einnig deilt:

Kisukot fagnaði 10 ára afmæli í lok janúar á þessu ári og á þeim áratug hefur Ragnheiður Gunnarsdóttir, sem stýrir starfseminni, tekið á móti um 1300 köttum, hlúð að þeim og komið inn á ný heimili. Rætt var við Ragnheiði í Morgunblaðinu á 10 ára afmælinu.

UMMÆLI