Klifu Hraundranga og náðu mögnuðu myndefni

Klifu Hraundranga og náðu mögnuðu myndefni

Kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson skellti sér upp á topp Hraundranga í Öxnadal um síðustu helgi ásamt Jónasi G. Sigurðssyni. Myndband af þeim félögum á toppnum má sjá hér að neðan.

Garpur var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gær og ræddi klifurferðina upp. Hann sagði að tilfinningin að vera á þessum topp væri eins og að vera á toppi allra toppa.

Myndir frá ævintýrinu má sjá á Instagram síðu Garps með því að smella hér.

UMMÆLI