beint flug til Færeyja

Knattspyrnudeild Þórs rekin með hagnaði

Aðalsteinn Pálsson fráfarandi formaður knattspyrnudeildar og Árni Óðinsson formaður Þórs. Mynd: thorsport.is


Á aðalfundi knattspyrnudeildar Þórs sem fram fór í gærkvöldi kom fram að rekstur deildarinnar gekk vel og var deildin rekin með hagnaði á árinu 2016. 


Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður setti fundinn og ítrekaði það sem áður hefur komið fram að á þessum fundi stigi hann til hliðar sem formaður. Gerði hann svo tillögu að Benedikt Guðmundsson yrði fundastjóri og Páll Jóhannesson fundaritari.

Benedikt þakkaði traustið og fór yfir dagskrá fundarins og að því búnu gaf hann Aðalsteini formanni aftur orðið og flutti hann skýrslu stjórnar.

Aðalsteinn fór vítt og breytt yfir starfsemi deildarinnar og var allt undir þ.e. yngri flokkar, meistaraflokkar, sjálfboðaliðar og stjórnarmenn. Aðalsteinn hvatt fólk til þess að taka þátt í umræðum og er óhætt að segja að hann hafði orðið að ósk sinni. Flutningur skýrslu og umræður urðu langar og mjög skemmtilegar þar sem fundargestir viðruðu í sameiningu hvert og hvernig menn vildu sjá félagið stefna á komandi árum.

Þar á eftir kynnti Ragnheiður Jakobsdóttir gjaldkeri ársreikning deildarinnar og þar kom fram að deildin var rekin með hagnaði.

Reikningur deildarinnar og skýrsla formanns voru saman borin upp til atkvæða og samþykkt.

Eins og áður hefur komið fram gaf Aðalsteinn formaður ekki kost á sér til endurkjörs en hann kom inn í stjórn deildarinnar árið 2011.

Ný stjórn knattspyrnudeildar næsta árið skipa:
Haukur Hergeirsson, Magnús Ingi Eggertsson, Orri Stefánsson, Óðinn Svan Óðinsson og Ragnheiður Jakobsdóttir. Stjórn knattspyrnudeildar skiptir svo með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Tengiliður við Þór/KA Dóra Sif Sigtryggsdóttir og tengiliður við unglingaráð Brynjólfur Sveinsson.

Undir liðum önnur mál kom m.a. Árni Óðinsson formaður Þórs í pontu. Árni þakkaði fráfarandi stjórn vel unnin störf og þakkaði öllum sjálfboðaliðum og starfsfólki Þórs fyrir þeirra störf.

Árni tilkynnti ennfremur að aðalstjórn félagsins hafi einróma samþykkt að veita Aðalsteini Pálssyni gullmerki félagsins fyrir hans störf í þágu félagsins.

Sambíó

UMMÆLI