Prenthaus

Kolbeinn Höður með tvenn gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum

Kolbeinn Höður Gunnarsson

Kolbeinn Höður bættist í gær í hóp þeirra Akureyringa sem hafa unnið sér inn gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Kolbeinn sigraði 200 metra hlaupið með tímann 21,20 sek. Kolbeinn var einnig í sveit Íslands sem sigraði 400 metra boðhlaupið og setti Íslandsmet.

Kolbeinn lenti í því óhappi að þjófstarta í 100 metra hlaupinu en hann lagði af stað 0,089 sek­únd­um eftir að ræsirinn skaut úr byssu, löglegt er að leggja af stað  0,1 sekúndu eftir byssuskotið. Það mátti því ekki á tæpara standa. Kolbeinn hafði fyrir það verið fljótastur af öllum í undanrásum.

Kolbeinn hefur verið að gera góða hluti undanfarið en fyrr í vetur sló hann Íslandsmetið í 200 metra hlaupi á Háskólamóti í Bandaríkjunum.

UMMÆLI

Sambíó