Prenthaus

Kolbrún Benediktsdóttir verður heiðursgestur Háskólahátíðar 2021

Kolbrún Benediktsdóttir verður heiðursgestur Háskólahátíðar 2021

Háskólahátíð – brautskráning frá Háskólanum á Akureyri 2021 fer fram dagana 11. og 12. júní í Hátíðarsal háskólans. Athöfnunum verður streymt á Facebook- og YouTube rás Háskólans á Akureyri.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari er heiðursgestur hátíðarinnar í ár og mun hún ávarpa kandídata í grunnámi á laugardeginum.

Kolbrún brautskráðist frá Lagadeild HÍ 2005 og hefur starfað sem saksóknari frá árinu 2006 – fyrst hjá ríkissaksóknara en síðan skipuð varahéraðssaksóknari 2016.

Kolbrún hefur vakið athygli fyrir að takast á við erfið og viðkvæm mál í réttarkerfinu en leggur áherslu á að aðskilja vinnu/nám og einkalíf: „Það skiptir svo öllu máli þegar út í atvinnulífið er komið að vera ánægður og glaður/glöð í sínu starfi. Að vinna við eitthvað sem er gefandi og vekur áhuga og í góðu starfsumhverfi en þá eru allar líkur á að þér líði vel í vinnunni og í lífinu. Það skiptir líka miklu máli að geta skilið verkefnin eftir á vinnustaðnum, bæði í orði og á borði, taka ekki vinnuna með heim endalaust heldur njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum án þess að vera sífellt að hugsa um vinnuna. Mér hefur fundist mjög gott að eiga mér áhugamál og stunda hreyfingu því það er fátt betra en að taka vel á eftir erfið mál í minni vinnu til að fá útrás. Við skulum líka passa að vera ekki of hörð og ósanngjörn við okkur sjálf og berja á okkur þegar mikið er að gera í vinnu fyrir að vera ekki nógu góðir foreldrar eða makar. Það er gott að muna að magn er ekki alltaf sama og gæði.“

Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri í fyrra var alfarið rafræn en nú geta kandídatar komið saman og notið athafnarinnar og fagnað svo með samnemendur og starfsfólki háskólans að brautskráningu lokinni.

„Við sjáum nú vonandi fyrir endann á þessu ástandi sem hefur einkennt síðust tvö ár. Það verða áskoranir fólgnar í því að koma út í atvinnulífið á þeim tímamótum en mikil þörf á fersku fólki og þá skiptir miklu að nýta vel það sem Covid-19 þó hefur kennt okkur. Það er ýmislegt jákvætt sem við höfum lært t.d. það að suma fundi má vel halda í gegnum fjarfundaforrit en það er bæði umhverfisvænt, tímasparandi og eykur möguleika fólks sem býr og starfar í ólíkum landshlutum á að vinna saman. Þá hefur það sýnt sig að ákveðin sveigjaleiki í vinnutíma og það hvar við vinnum vinnuna getur verið jákvæður,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir.

Brautskráðir verða rúmlega 500 kandídatar af þremur fræðasviðum. Alls verða athafnirnar 3: Kandídatar í framhaldsnámi á föstudeginum og svo grunnnemar í tveimur hollum á laugardeginum.

Nánar um dagskrá brautskráningar hér:

Framhaldsnám: https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/brautskraning-framhaldsnam

Grunnnám: https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/haskolahatid-2021

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó