Könnun: Gerdeigs eða vatnsdeigs?

Veisla framundan

Næstkomandi mánudagur er hátíðardagur í augum margra Íslendinga því þá geta þeir með góðri samvisku úðað í sig bollum.

Bolludagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í tugi ára og barst líklega til landsins fyrir dönsk eða norsk áhrif. Heitið Bolludagur sést fyrst á prenti í íslenskum ritum árið 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.

Bollur hafa verið á boðstólnum í bakaríum og matvöruverslunum undanfarna daga og má ætla að bakarar séu nú sveittir við að svala bolluþorsta landans. Áætlað er að bakarar landsins baki yfir milljón bollur í kringum Bolludaginn.

Algengt þrætuepli á heimilum landsmanna er hvort versla skuli bollur unnar úr vatnsdeigi eða gerdeigi og viljum við á Kaffinu skera úr um þennan ágreining fyrir fullt og allt.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó