Prenthaus

Könnun vegna uppbyggingar við Akureyrarvöll

Könnun vegna uppbyggingar við Akureyrarvöll

Auður Ingvarsdóttir, nemi í Landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands, vinnur um þessar mundir að BS-lokaverkefni sínu sem fjallar um uppbyggingu við Akureyrarvöll sem kemur til með að heita „Ný byggð í hjarta bæjarins“.

Auður hefur útbúið spurningakönnun fyrir verkefnið sem hægt að er að taka þátt í með því að smella á tengilinn hér að neðan.

„Með þessari skoðanakönnun langar mig að leitast við að fá innsýn í þarfir og álit íbúa fyrir þetta dýrmæta svæði. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar munu nýtast mér við hönnun á svæðinu svo að auka megi aðdráttarafl og nýtingu svæðisins,“ segir Auður.

Könnunin er nafnlaus og hægt er að svara hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSf-SdRhritv4sv_wIgO525GsW0EtZ2PwcNYHO3Y6WkaeHlPaA/viewform?usp=sf_link

UMMÆLI

Sambíó