Könnunarleiðangur til KOI í Samkomuhúsinu

KÖNNUNARLEIÐANGUR TIL KOI

KÖNNUNARLEIÐANGUR TIL KOI

Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru bókvitru en treg-gáfuðu spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið…

Könnunarleiðangur til Koi er annar hluti þríleiksins um Ísak og Vilhjálm þar sem leikhúsið fæst við málefni líðandi stundar með hárbeittri kaldhæðni og miskunnarlausri sjálfs-gagnrýni. Með húmorinn að vopni spyrja geimfararnir allra óþægilegu spurninganna, spegla viðbrögð okkar og skella viðhorfum samfélagsins í öllum sínum hráleika beint á sviðið.

Í fyrsta hluta þríleiksins, MP5, var byssumálið margrædda krufið, þegar vopnvæða átti lögreglulið landsins með stórvirkum vélbyssum. Í Könnunarleiðangri til KOI skoða meðlimir Sóma þjóðar hinsvegar flóttamannavandann, hvernig við tökum á honum, eða öllu heldur sleppum því að taka á honum. Við hvað erum við hrædd? Og höfum bara ekki fullan rétt á að vera hrædd?

KOI hlaut frábærar viðtökur er hún var frumsýnd í Tjarnarbíói og var meðal annars tilnefnd til Grímuverðlauna. Unnið er eftir vinnuaðferðum sem hópurinn hefur mótað um árabil og felst í útilokun á ritskoðum og heiðarlegum hráleika. Útkoman er afar kómískt en áleitið leikhús sem á erindi við alla.

Listrænir stjórnendur eru Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson, en þeir eru handrits- og leikmyndahöfundar, leikstjórar, og leikarar sýningarinnar

Sambíó

UMMÆLI