Konur koma saman fyrir framan Kaktus

Konur koma saman fyrir framan Kaktus

Í tilefni af 19.júní ætla konur að koma saman fyrir framan Kaktus í Listagilinu í dag kl 16:15 og vekja athygli á Nýju stjórnarskránni.

Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá nota daginn til að frumsýna fræðslumyndband um gerð Nýju stjórnarskráarinnar og setja af stað undirskriftalista til stuðnings Nýju stjórnarskránni.

Undirskriftalistinn verður afhentur 20.október en þá verða átta ár liðin frá því að Nýja stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nýja Stjórnarskráin

https://listar.island.is/Stydjum/nyjustjornarskranaKæru Íslendingar, nú er kominn tími til að Alþingi virði lýðræðislega niðurstöðu ferlisins sem endaði í því að meirihluti kjósenda lýsti yfir stuðningi við nýja stjórnarskrá, skrifaða í samstarfi víðs og fjölbreytts hóps. Stjórnarskrá sem allir Íslendingar áttu kost á að taka þátt í og segja skoðun sína á.Alþingi má ekki lengur hunsa vilja kjósenda. Stjórnarskrá er grunnurinn að samfélagssáttmálanum og á meðan skýr niðurstaða kosningar er hunsuð mun löggjafinn aldrei njóta trausts, á meðan þjóðin upplifir að vilji hennar sé hunsaður sé hann valdhöfum ekki að skapi mun aldrei verða sátt.Stjórnarskrá Stjórnlagaráðs getur verið stjórnarskrá sem allir Íslendingar eiga saman. Núna er tími til að láta í okkur heyra.

Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá द्वारा इस दिन पोस्ट की गई शुक्रवार, 19 जून 2020

UMMÆLI