Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Kosið um Helgason ársins

Bræður munu berjast

Bræður munu berjast

Bræðurnir Halldór og Eiki Helgasynir eru meðal bestu snjóbrettamanna heims. Þeir hafa báðir gefið út nýtt efni nýlega en Halldór gaf út myndband í morgunn og Eiki í síðustu viku.

Snjóbrettasíðan YoBeat ákvað í kjölfarið að standa fyrir kosningu um Helgason ársins. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin Helgason ársins er haldin. Aðeins tveir aðilar koma til greina sem sigurvegarar en það eru engin verðlaun í boði fyrir að giska á hvaða tveir snjóbrettakappar það eru.

Sjá einnig: Heimildamynd um Eika væntanleg

Halldór Helgason vann að snjóbrettamyndinni Daymm með Sage Kotsenburg á þessu ári og gaf út partinn sinn úr þeirri mynd í dag. Eiki vann að heimildamyndinni Island Born á árinu en hún kemur út 12. desember næstkomandi.

Þegar þetta er skrifað er Eiki með örlítið forskot á bróðir sinn. Hægt er að sjá myndböndin þeirra hér að neðan og til að kjósa annan hvorn þeirra er hægt að ýta hér.

Partur Halldórs úr Dayumm!

Part Eika úr myndinni Island Born má sjá hér.

 

Sambíó

UMMÆLI