Kosning milli þriggja nafna á félagssal SA

Kosning milli þriggja nafna á félagssal SA

Stjórn Skautafélags Akureyrar auglýsti eftir tillögum um nafn á nýja félagssalinn í Skautahöllinni og bárust 11 mismunandi tillögur að nafni á salinn. Stjórnin hefur nú valið þau 3 nöfn sem þykja álitlegust og bjóða nú fólki að kjósa um nafnið á salnum. Nöfnin sem kosið verður um:

Skjalborg – stofnstaður Skautafélags Akureyrar

Miðgarður – Vísan í norræna goðafræði

Krókeyrararstofa – Vísan í staðsetningu félagssvæðisins

Atkvæði má senda á skautahollin@sasport.is eða taka þátt í kosningunni á facebook síðu Skautafélags Akureyrar.

UMMÆLI